Opnið gluggann Viðskm. - Söluyfirlit.
Sýnir samantekt af viðskiptamannafærslum. Hægt er að opna gluggann Viðskm. - Söluyfirlit úr viðskiptamannaspjaldinu.
Tímabil er valið í reitnum Skoða eftir. Dálkurinn Tímabil vinstra megin er með dagsetningar sem eru ákvarðaðar með því tímabili sem hefur verið valið.
Þegar skrunað er upp og niður reiknar kerfið upphæðirnar (í SGM) eftir því tímabili sem er valið.
Dálkarnir í glugganum sýna eftirfarandi:
Gjaldfallið (SGM) | Upphæð (í SGM) sem er fallin í gjalddaga á því tímabili sem sýnt er í vinstri dálknum. |
Sala (SGM) | Söluupphæð (í SGM) á því tímabili sem sýnt er í vinstri dálknum. |
Framlegð (SGM) | Framlegð (söluverð - kostnaður í SGM) á því tímabili sem sýnt er í vinstri dálknum. |
Lokadagsetningar eru ekki taldar með í tímabilum sem eru sýnd í vinstri dálknum.
Kerfið reiknar allar upphæðir af bókuðum viðskiptamannafærslum (það er, færslum sem hafa verið bókaðar af fjárhagsfærslubókinni eða sölureikningum).
![]() |
---|
Ef tímabilið hefur verið sett á Dag og þörf reynist að skruna langt fram eða aftur þá er hægt að gera það hraðar með því að skipta yfir í stærra millibil, svo sem Fjórðung. Þegar tilhlýðilegt tímabil er fundið er hægt að skipta aftur í minni tímabil til að skoða gögnin nánar. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |